Málning og húsaviðhald

Við erum sérfræðingar í steypu, múrvinnu og málun. Um 40 ára reynslu bjóðum við upp á sérsniðnar lausnir sem endast. Gæði, samkeppnishæf verð og tímaáætlanir sem standast.

Rúnar múrarameistari

Þegar ég var einungis 10 ára fékk ég stjórnlausan áhuga á steypu og öllu sem henni tengist. Ég byrjaði á því að negla saman mót, fékk smá steypu í hjólbörur hjá Steypustöð Breiðholts og steypti í mótin mín. Að námi loknu hef ég unnið við viðhaldi steyptra mannvirkja í nær 40 ár og var mitt fyrsta stóra verk viðhald Kópavogshælis undir stjórn Línuhönnunar. Ég hef sömuleiðis tekið fjölda verka í viðhald og málningu gegnum verkfræðistofur, séð um viðhald og málningu á nánast allri Hamraborginni og vann mikið að viðhaldi eigna Fiskveiðisjóðs. Þegar ÍST staðallinn var mótaður veitti ég mikla aðstoð við verklýsingar og margir verkfræðingar og múrarar hafa fengið innsýn í viðhald steyptra mannvirkja hjá mér.

Fjalar málarameistari

Fjalar er löggiltur málarameistari og verkfræðingur, með sérhæfingu í málun og almennu viðhaldi húsnæðis. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum viðhalds- og endurbótaverkefnum. Fjalar hefur unnið með flestum fagstéttum og leggur metnað sinn í að skila ávallt vönduðu verki

Fáðu tilboð í þitt verkefni

Ferlið okkar er einfalt, sendu á okkur fyrirspurn og við gefum þér tilboð sem stenst. Gæði, hagkvæmni og tímaáætlun sem stenst.

Algengar spurningar

Já, við bjóðum upp á frí verðtilboð. Hafðu samband við okkur til að ræða verkefnið þitt og við getum gefið þér tilboð án skuldbindingar.
Já, við sjáum til þess að skilja eignina þína eftir hreina og snyrtilega eftir að verkum okkar er lokið.
Já við tökum að okkur sérsniðinn múrverkefni, hafðu samband og leyfðu okkur að heyra hugmyndina þína.